Ísland í 8-liða úrslit

Mynd úr síðasta leiki Íslands á EM U16 í B-deild.
Mynd úr síðasta leiki Íslands á EM U16 í B-deild. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U16 ára landsliðið í körfuknattleik vann Tékkland í dag á Evrópumóti U16 í B-deild í Búlgaríu. Leikurinn endaði 81:74 fyrir Íslandi.

Íslenska liðið er nú í efsta sæti B-riðils en Búlgaría, sem naumlega vann Ísland 66:64, á leik inni sem er ennþá í gangi þegar fréttin er skrifuð. Ísland er samt gulltryggt áfram í 8-liða úrslit á fimmtudaginn þó að Búlgaría komist yfir þá.

Þetta var lokaleikur Íslands í riðlakeppninni og Tékkland komst aldrei yfir þá í leiknum. Ísland var mest 16 stiga forskot.

Stigahæstur í liði Íslands var Birkir Eyþórsson með 28 stig og 10 fráköst. Næstur kom Birgir Halldórsson með 21 stig og 6 fráköst

mbl.is