Njarðvík fær Ólympíufara

Philip Jalalpoor var stoðsendingakóngur í austurrísku deildinni tímabilið 2019/20.
Philip Jalalpoor var stoðsendingakóngur í austurrísku deildinni tímabilið 2019/20. Ljósmynd/Vancouver Basketball

Bakvörðurinn Philip Jalalpoor gengur til liðs við körfuboltalið Njarðvíkur fyrir komandi tímabil í efstu deild.

Philip er 29 ára og kemur að þýskum og írönskum ættum. Hann á leiki með landsliði Írans og fór með liðinu á Ólympíuleikana síðast þegar þeir voru haldnir, sumarið 2020.

Hann spilaði í Kanadíska háskólaboltanum í 4 ár með British Columbia skólanum áður en hann gerðist atvinnumaður en hann kemur til liðsins frá Bayeruth í Þýskalandi. Í millitíðinni spilaði hann á Spáni og Austurríki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert