Logi hvergi nærri hættur

Hinn 41 árs gamli Logi Gunnarsson ætlar sér tvö ár …
Hinn 41 árs gamli Logi Gunnarsson ætlar sér tvö ár í viðbót, hið minnsta. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við Njarðvík til ársins 2024.

Logi er uppalinn Njarðvíkingur og er félagið það eina sem hann hefur leikið með hér á landi, en hann lék í ellefu ár sem atvinnumaður erlendis.

Bakvörðurinn er 41 árs gamall og verður tæplega 43 ára þegar samningurinn rennur sitt skeið. Logi skoraði átta stig, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð er Njarðvík varð deildarmeistari.

mbl.is