Grikki til Grindavíkur

Vangelis Tzolos.
Vangelis Tzolos. Ljósmynd/Grindavík

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við gríska bakvörðinn Vangelis Tzolos um að leika með liðinu á komandi tímabili. Tzolos er 30 ára gamall og leikur í stöðu bakvarðar eða skotbakvarðar.

Tzolos er 192 sentimetrar á hæð og hefur leikið allan sinn feril á Grikklandi. Hann lék síðastliðinn vetur með Ionikos Nikaias í grísku úrvalsdeildinni þar sem hann var með 3,7 stig að meðaltali í leik. Hann ólst upp hjá AEK Aþenu og hefur komið víða við á Grikklandi.

„Ég bind miklar vonir við að Vangelis muni verða öflugur fyrir Grindavík í vetur. Hann er góður sóknarmaður en jafnframt öflugur í vörn. Hann les leikinn vel og hefur mikil gæði,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við heimasíðu heimafélagsins.

Vangelis Tzolos er væntanlegur til liðs við Grindavík um mánaðamótin.

mbl.is
Loka