Stórt tap gegn Belgíu

Úr fyrri leik Íslands á Evrópumótinu í Búlgaríu.
Úr fyrri leik Íslands á Evrópumótinu í Búlgaríu. Ljósmynd/FIBA

Drengjalandslið Íslands skipað leikmönnum 16 ára og yngri mátti þola stórt tap, 59:107, fyrir Belgíu í 8-liða úrslitum B-deildar Evrópumótsins í Búlgaríu í morgun.

Ísland mun því leika um 5. - 8. sæti mótsins. Fyrst mun liðið leika gegn tapliði viðureignar Svíþjóðar og Þýskalands í 8-liða úrslitunum.

Lars Erik Bragason var stigahæstur í íslenska liðinu með 13 stig auk þess sem hann tók sjö fráköst og og gaf fjórar stoðsendingar.

Skammt undan voru svo Viktor Lúðvíksson með 11 stig og sex fráköst og Birkir Eyþórsson með 11 stig og fjögur fráköst.

mbl.is