Svíar of sterkir í fyrsta leik

Anna María Magnúsdóttir var stigahæst í liði Íslands.
Anna María Magnúsdóttir var stigahæst í liði Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stúlknalandslið Íslands í körfuknattleik, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, lék í dag sinn fyrsta leik í B-deild Evrópumótsins sem fer fram í Svartfjallalandi. Íslenska liðið tapaði stórt fyrir því sænska, 49:74, Í C-riðli mótsins.

Stigahæst í liði Íslands var Anna María Magnúsdóttir með 10 stig auk þess sem hún tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Þar á eftir var Dzana Crnac með átta stig og fimm fráköst.

Ísland er einnig með Ísrael og Sviss í C-riðlinum og mætir næst Sviss strax á morgun.

mbl.is