Fyrsti sigurinn kom gegn Sviss

Erna Ósk Snorradóttir átti góðan leik.
Erna Ósk Snorradóttir átti góðan leik. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U16 ára landslið kvenna í körfubolta vann 68:54-sigur á Sviss í öðrum leik sínum í B-deild Evrópumótsins í Podgorica í Svartfjallalandi í kvöld. Ísland tapaði fyrir Svíþjóð í fyrsta leik og er því með einn sigur og eitt tap.

Ísland var með 35:31 forskot í hálfleik og minnkaði svissneska liðið muninn niður í þrjú stig fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Þar var íslenska liðið hins vegar sterkara og vann 19:8-sigur og innsiglaði 14 stiga sigur.

Erna Ósk Snorradóttir skoraði 14 stig fyrir Ísland, Ísold Sævarsdóttir gerði 12 og tók átta fráköst og Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir skoraði átta stig.

Ísland leikur við Úkraínu á laugardag og Ísrael á mánudag í tveimur síðustu leikjum sínum í C-riðli.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert