Ísland leikur um fimmta sæti eftir glæsilegan sigur

Lars Erik Bragason átti stórleik í dag.
Lars Erik Bragason átti stórleik í dag. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U16 ára landslið karla í körfubolta leikur um fimmta sætið í B-deild Evrópumótsins í Sófíu í Búlgaríu eftir sterkan 92:76-sigur á Svíþjóð í dag.

Staðan í hálfleik var 45:36, Íslandi í vil, og bætti íslenska liðið jafnt og þétt í forskotið þar sem eftir lifði leiks.

KR-ingurinn Lars Erik Bragason fór á kostum fyrir íslenska liðið og skoraði 32 stig og gaf átta stoðsendingar. Birkir Hrafn Eyþórsson gerði 22 stig og tók fimm fráköst og Viktor Jónas Lúðvíksson skoraði 12 stig og tók 12 fráköst.

Ísland leikur við Bosníu um fimmta sætið á morgun.

mbl.is