Barist innan vallar sem utan

Bill Russell og Red Auerbach fallast í faðma. Þeir höfðu …
Bill Russell og Red Auerbach fallast í faðma. Þeir höfðu mikil áhrif á framgang Boston Celtics en ekki síður á hvorn annan. Myndin er tekin árið 1995 þegar Boston Celtics lék síðasta deildarleikinn í Boston Garden. AFP/Stuart Cahill

Ameríska NBA-deildin í körfuknattleik tilkynnti nýlega að númerið 6 verði lagt til hliðar og í framtíðinni munu leikmenn því ekki geta leikið í treyju númer 6 í deildinni.

Er þetta gert til heiðurs Bill Russell sem lék í treyju númer 6 hjá Boston Celtics en Russell lést hinn 31. júlí síðastliðinn, 88 ára að aldri. 

Rétt er að undirstrika að hér er ekki átt við að Boston Celtics taki númerið úr umferð og treyjan sé hengd upp í rjáfur í höllinni þar sem liðið leikur heimaleikina. Var það gert í Boston árið 1972. Hér er um stærri ákvörðun að ræða sem tekin var af hæstráðendum í NBA. Öllum liðunum í deildinni verður gert að taka númerið 6 úr umferð um alla framtíð og mun því enginn koma inn í deildina framar og fá því númeri úthlutað á treyjuna. 

Fá fordæmi eru fyrir því að leikmanni sé slíkur heiður sýndur og er þetta í fyrsta skipti í  NBA-deildinni. Einungis tvö önnur dæmi er að finna í bandarísku atvinnumannadeildunum. Aldrei hefur þetta verið gert í ameríska fótboltanum, NFL, en einu sinni í hafnaboltadeildinni MLB og einu sinni í íshokkídeildinni NHL. 

Greinina um Bill Russell í heild sinni er að finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert