Þjóðverjar náðu í bronsið

Dennis Schroder skorar fyrir Þjóðverja í bronsleiknum gegn Póllandi í …
Dennis Schroder skorar fyrir Þjóðverja í bronsleiknum gegn Póllandi í dag. AFP/Tobias Schwarz

Þýskaland tryggði sér í dag bronsverðlaunin á Evrópumóti karla í körfuknattleik með því að sigra granna sína frá Póllandi í Berlín, 82:69.

Þjóðverjar voru með yfirhöndina frá byrjun og staðan var 36:23 í hálfleik. Pólverjum gekk nánast jafnilla að skora og gegn Frökkum í undanúrslitunum á föstudaginn.

Eftir þriðja leikhluta stóð 54:49 og Pólverjar jöfnuðu síðan 59:59 þegar sjö mínútur voru eftir. En þýska liðið sigldi smám saman fram úr á ný og var tíu stigum yfir  tveimur mínútum fyrir leikslok. Þann mun réðu Pólverjar ekki við.

Dennis Schröder átti stórleik með þýska liðinu og skoraði 26 stig ásamt því að han nátti sex stoðssendingar. Johannes Voigtmann skoraði 14 stig, tók 9 fráköst og átti 6 stoðsendingar.

Hjá Pólverjum var Michal Sokolowski atkvæðamestur með 18 stig og 6 fráköst og Jakub Garbacz skoraði 12 stig.

Úrslitaleikur Spánar og Frakklands um Evrópumeistaratitilinn hefst klukkan 18.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert