Spáin væri öðruvísi ef fólk sæi okkur á æfingum

Dagný Lísa Davíðsdóttir er lykilmaður í liði Fjölnis.
Dagný Lísa Davíðsdóttir er lykilmaður í liði Fjölnis. mbl.is/Árni Sæberg

Úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildin, hefst í kvöld með viðureign Vals og Breiðabliks. Annað kvöld lýkur svo 1. umferð með þremur leikjum.

Dagný Lísa Davíðsdóttir, miðherji ríkjandi deildarmeistara Fjölnis, kveðst afskaplega spennt fyrir komandi tímabili.

„Tímabilið leggst rosalega vel í mig persónulega og ég held ekkert minna vel í restina af liðinu. Núna síðustu daga fyrir tímabilið eru auðvitað allir á fullu að slípa sig saman.

Við erum nýkomin með útlendingana okkar, sem eru síðustu púslin í liðið,“ sagði Dagný í samtali við Morgunblaðið á kynningarfundi Subwaydeildar kvenna á vegum KKÍ í síðustu viku.

Munu passa vel inn í kerfið

„Við náðum góðri æfingaferð úti í Litháen og spiluðum þrjá alveg virkilega góða æfingaleiki þar, sem er auðvitað alveg geggjaður liður í undirbúningi okkar og nokkuð sem ég held að muni klárlega ýta okkur áfram inn í tímabilið.“

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert