Dramatískur sigur KR-inga

Hulda Ósk Bergsteinsdóttir átti góðan leik fyrir KR.
Hulda Ósk Bergsteinsdóttir átti góðan leik fyrir KR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

KR vann dramatískan 78:76-útisigur á Snæfelli í 1. umferð 1. deildar kvenna í körfubolta í kvöld.

Hin bandaríska Violet Morrow tryggði KR-ingum sigurinn með tveimur vítaskotum, örfáum sekúndum fyrir leikslok. Hún skoraði 32 stig og tók 18 fráköst í leiknum. Hulda Ósk Bergsteinsdóttir skoraði 17 stig.

Rebekka Rán Karlsdóttir, fyrirliði Snæfells, var stigahæst hjá heimaliðinu með 25 stig og Preslava Koleva skoraði 24 stig og tók níu fráköst.

Á Akureyri vann Þór sterkan 63:58-heimasigur á Ármanni. Ármann var með 36:28 forskot í hálfleik en Þórsarar voru sterkari í seinni hálfleik.

Madison Sutton skoraði 15 stig og tók 19 fráköst fyrir Þór og fyrirliðinn Heiða Hlín Björnsdóttir gerði 14 stig. Schekinah Bimpa gerði 28 stig og tók 22 fráköst fyrir Ármann og Jónína Þórdís Karlsdóttir skoraði 15 stig og tók 11 fráköst.

Þór Ak. - Ármann 63:58

Höllin Ak, 1. deild kvenna, 21. september 2022.

Gangur leiksins:: 3:2, 5:10, 7:13, 10:19, 15:21, 22:27, 26:30, 28:36, 33:36, 35:38, 44:41, 48:47, 55:47, 58:50, 60:54, 63:58.

Þór Ak.: Madison Anne Sutton 15/19 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 14/5 fráköst, Hrefna Ottósdóttir 11/4 varin skot, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 10/9 fráköst/3 varin skot, Rut Herner Konráðsdóttir 8/12 fráköst, Karen Lind Helgadóttir 5.

Fráköst: 39 í vörn, 10 í sókn.

Ármann: Schekinah Sandja Bimpa 28/22 fráköst/6 stolnir, Jónína Þórdís Karlsdóttir 15/11 fráköst/6 stoðsendingar, Telma Lind Bjarkadóttir 7, Ingunn Erla Bjarnadóttir 3, Hildur Ýr Káradóttir Schram 2/4 fráköst, Viktoría Líf Önnudóttir Schmidt 2, Vilborg Óttarsdóttir 1.

Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Johann Helgi Sigmarsson.

Áhorfendur: 150

Snæfell - KR 76:78

Stykkishólmur, 1. deild kvenna, 21. september 2022.

Gangur leiksins:: 5:7, 10:11, 14:20, 23:28, 29:34, 36:35, 43:39, 50:41, 50:43, 50:47, 53:47, 59:58, 63:64, 69:65, 73:70, 76:78.

Snæfell: Rebekka Rán Karlsdóttir 25, Preslava Radoslavova Koleva 24/9 fráköst, Ylenia Maria Bonett 16/7 fráköst/12 stoðsendingar/9 stolnir, Vaka Þorsteinsdóttir 4, Adda Sigríður Ásmundsdóttir 3/5 fráköst, Dagný Inga Magnúsdóttir 3, Minea Ann-Kristin Takala 1/4 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 7 í sókn.

KR: Violet Morrow 32/18 fráköst, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 17, Perla Jóhannsdóttir 11/9 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 8, Lea Gunnarsdóttir 4/4 fráköst, Anna Margrét Hermannsdóttir 3/4 fráköst, Gunnhildur Bára Atladóttir 2, Sara Emily Newman 1.

Fráköst: 34 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Federick Alfred U Capellan.

Áhorfendur: 65

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert