Haukar fóru illa með nýliðana

Tinna Guðrún Alexandersdóttir með boltann í kvöld.
Tinna Guðrún Alexandersdóttir með boltann í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar völtuðu yfir nýliða ÍR í 1. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 104:53, í Ólafssal í Hafnarfirði. Haukaliðið var með 41:19 forskot í hálfleik og hélt áfram að bæta í forskotið í seinni hálfleik.

Haukar skiptu stigunum vel á milli sín en Sólrún Inga Gísladóttir gerði 22 þeirra. Tinna Guðrún Alexandersdóttir bætti við 18 og Keira Robinson skoraði 17 stig og gaf 10 stoðsendingar.

Aníka Linda Hjálmarsdóttir skoraði 16 stig fyrir ÍR og tók 13 fráköst og Nína Jenný Kristjánsdóttir bætti við 12 stigum, en ÍR lék án erlends leikmanns í kvöld.

Ásvellir, Subway deild kvenna, 21. september 2022.

Gangur leiksins:: 3:2, 7:6, 15:6, 17:9, 22:11, 29:11, 36:14, 41:19, 49:28, 55:34, 63:37, 72:42, 78:45, 89:48, 95:50, 104:53.

Haukar: Sólrún Inga Gísladóttir 22/5 stoðsendingar, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 18/4 fráköst/5 stolnir, Keira Breeanne Robinson 17/6 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir, Jana Falsdóttir 14/6 fráköst/5 stolnir, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 12, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 10/6 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 9/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ásdís Hjálmrós Jóhannesdóttir 2.

Fráköst: 23 í vörn, 15 í sókn.

ÍR: Aníka Linda Hjálmarsdóttir 16/13 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 13/5 fráköst, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir 8/12 fráköst, Margrét Blöndal 7/8 stoðsendingar, Gréta Hjaltadóttir 5, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Heiða Sól Clausen Jónsdóttir 2.

Fráköst: 29 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Sigurbaldur Frimannsson, Daníel Steingrímsson.

Áhorfendur: 194

mbl.is