Deildarmeistararnir mæta Val

Dagný Lísa Davíðsdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir eigast við í …
Dagný Lísa Davíðsdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir eigast við í leik Fjölnis og Vals í úrvalsdeild kvenna á síðasta tímabili. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag var dregið til 32-liða úrslita í bikarkeppni karla, VÍS-bikarsins, og 16-liða úrslita í bikarkeppni karla og kvenna. Dregið var í húsakynnum VÍS í Ármúla.

Nokkrar athyglisverðar viðureignir munu eiga sér stað þar sem ríkjandi deildarmeistarar Fjölnis mæta Íslandsmeisturum síðasta árs, Val, í 16-liða úrslitum kvenna.

Karlamegin mætast Tindastóll og Haukar og Íslandsmeistarar Vals og Breiðablik í úrvalsdeildarslögum í 32-liða úrslitunum. KR mætir þar varaliði sínu, KR B.

Nokkur lið sitja hjá í 32-liða úrslitum karla og fara beint í 16-liða úrslitin.

Drátturinn í heild sinni:

16 liða-úrslit VÍS-bikars kvenna:

Stjarnan – Þór Akureyri

ÍR – Ármann

Fjölnir – Valur

Aþena – Njarðvík

Snæfell – Breiðablik

KR – Grindavík

Keflavík – Tindastóll

Haukar – Þórshamar

32-liða úrslit VÍS-bikars karla:

Þór Akureyri – Stjarnan

ÍR – Sindri

Þróttur Vogum – Njarðvík

Tindastóll – Haukar

Álftanes – Keflavík

Valur – Breiðablik

ÍA – Selfoss

Höttur – Þór Þorlákshöfn

KR – KR B

16-liða úrslit VÍS-bikars karla:

Þór Akureyri/Stjarnan – ÍR/Sindri

Grindavík – Ármann 

Þróttur Vogum/Njarðvík – Tindastóll/Haukar

Álftanes/Keflavík – Fjölnir

Valur/Breiðablik- Hrunamenn

ÍA/Selfoss – Höttur/Þór Þorlákshöfn

Snæfell – Skallagrímur

KR/KR B – Hamar

mbl.is