Bandaríkin mæta Serbíu í Sydney

Alyssa Thomas sækir að körfu Bosníu í stórsigri bandaríska liðsins …
Alyssa Thomas sækir að körfu Bosníu í stórsigri bandaríska liðsins í dag. AFP/Jeremy Ng

Serbar fengu það erfiða hlutskipti að mæta Bandaríkjunum í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í körfuknattleik en riðlakeppni mótsins lauk í Sydney í Ástralíu í dag.

Bandaríska liðið vann enn einn stórsigurinn, nú gegn Bosníu, 121:59, og er eina liðið á mótinu sem hefur unnið alla sína leiki.

Kína vann Belgíu, 81:55, Púertóríkó vann Suður-Kóreu 92:73, Kanada vann Malí 88:65, Serbía vann Frakkland 68:62 og Ástralía vann Japan 71:54.

Að leikjunum loknum var dregið til átta liða úrslitanna þar sem tvö efstu lið hvors riðils drógust gegn liðum í þriðja og fjórða sæti.

Þessi lið mætast á fimmtudaginn:

Belgía - Ástralía
Kína - Frakkland
Púertóríkó - Kanada
Bandaríkin - Serbía

mbl.is