Meistararnir unnu nágrannaslaginn

Lovísa Bylgja Sverrisdóttir sækir að Grindjánum í kvöld.
Lovísa Bylgja Sverrisdóttir sækir að Grindjánum í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sig

Njarðvík og Grindavík mættust í 2. umferð Subway-deildar kvenna í kvöld en leikið var í Ljónagryfju meistara Njarðvíkur. Það voru meistarar Njarðvíkur sem tóku 76:61 sigur í þessum leik sem var fjörugur.  Njarðvík leiddu með 9 stigum í hálfleik og leiddu allan leikinn. 

Eftir slæmt tap í fyrstu umferð hjá meisturum Njarðvíkur gegn grönnum úr Keflavík komu þær gersamlega trylltar til leiks og ætluðu sé lítið annað þau stig sem í boði voru þetta kvöldið.

Varnarleikur liðsins og ákefð var töluvert meiri en í síðasta leik og fljótlega voru þær komnar í 10 stiga forskot.  Grindavík sem gerðu vel í fyrstu umferð með sigri gegn Fjölni voru nokkra stund að átta sig á hlutunum þetta kvöldið. 

Þær hittu reyndar á Njarðvík í ham og skeytti í raun engu máli hvar drepið var niður fæti, allir leikmenn Njarðvíkur mættu með „spari leikinn“ sinn.  Varnarleikurinn fastur fyrir og skilaði það hraðaupphlaupum á færibandi og voru þær komnar í rúmlega 20 stiga mun fyrir lok þriðja leikhluta. 

Grindavík létu finna vel fyrir sér í fjórða leikhluta og náðu að skora einhver 8 stig á tímabili án þess að Njarðvík náðu að svara fyrir sig. Allt kom fyrir ekki Njarðvík landaði sigrinum mikilvæga. 

Grindavíkurliðið er þrátt fyrir góðan sigur í fyrstu umferð að slípa sig til. Dani Rodriquez kemur eftir pásu frá körfuknattleik ansi sterk til leiks og sem höfuð liðsins stillir hún sig af í takt við það. Grindavík telfdi líka fram nýjum leikmanni þetta kvöldið þegar Elma Dautovic steig sín fyrstu spor í gulum Grindavíkurbúning.

Stúlkan nýkomin til landsins og náði ekki almennilegum takti þetta kvöldið en á eftir að reynast þeim vel.  Meistarar Njarðvíkur hristu af sér slenið frá tapinu í fyrstu umferð og voru grimmar í sínum leik allt frá fyrstu mínútu.

Liðið vel mannað þrátt fyrir að hafa misst lykilleikmenn frá síðasta tímabili og þeir sem eftir eru reynslunni ríkari. Af leikmönnum þá var Allyah Collier að venju atkvæða mikil hjá Njarðvík (23 stig og16 fráköst) og þá var Bríet Hinriksdóttir að spila vel.

Sterk kom til leiks Lovísa Sverrisdóttir sem sýndi mikið öryggi í sínum leik en hún var á láni hjá Hamri á síðasta tímabili og hefur sankað að sér reynslu í 1. deildinni.  Dani Rodriquez ásamt Huldu Björk Ólafsdóttir voru yfirburða leikmenn í liði Grindavíkur sem á nóg inni í sínum leik. 

Njarðvík - Grindavík 77:61

Ljónagryfjan, Subway deild kvenna, 28. september 2022.

Gangur leiksins:: 5:2, 9:2, 19:9, 22:11, 26:16, 33:19, 33:23, 41:32, 50:32, 51:35, 58:35, 66:41, 68:45, 70:57, 74:60, 77:61.

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 23/16 fráköst, Lavinia Joao Gomes De Silva 21/11 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 14, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 7, Raquel De Lima Viegas Laniero 5/5 fráköst/6 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 3, Krista Gló Magnúsdóttir 2, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 12 í sókn.

Grindavík: Danielle Victoria Rodriguez 23/5 fráköst/7 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 12/4 fráköst, Elma Dautovic 10/9 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 8, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 7/9 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 1.

Fráköst: 26 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Jakob Árni Ísleifsson, Elías Karl Guðmundsson.

mbl.is