Stórsigur Keflavíkur í Kópavogi

Daniela Wallen átti frábæran leik í kvöld.
Daniela Wallen átti frábæran leik í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur þegar liðið lagði Breiðablik að velli í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Smáranum í Kópavogi í 2. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 88:58-sigri Keflavíkur en Birna Valgerður gerði sér lítið fyrir og skoraði 23 stig, ásamt því að taka sjö fráköst.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan 23:20 Blikum í vil eftir fyrsta leikhluta en keflavík leiddi 38:35 í hálfleik. Breiðablik skoraði einungis 23 stig í síðari hálfleik og Keflavík fagnaði öruggum sigri i leikslok.

Daniela Wallen skoraði 21 stig og tók tíu fráköst fyrir Keflavík en Isabella Ósk Sigurðardóttir var stigahæst í liði Breiðabliks með 17 stig og tíu fráköst.

Keflavík er með 4 stig eða fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar en Blikar eru á botninum án stiga.

Breiðablik - Keflavík 58:88

Smárinn, Subway deild kvenna, 28. september 2022.

Gangur leiksins:: 4:0, 9:6, 19:12, 23:20, 27:24, 29:31, 31:31, 35:38, 35:40, 40:50, 46:55, 46:59, 48:67, 55:69, 58:82, 58:88.

Breiðablik: Isabella Ósk Sigurðardóttir 17/10 fráköst, Sabrina Nicole Haines 11/8 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Soffía Lárusdóttir 10, Sanja Orozovic 7/6 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 7, Rósa Björk Pétursdóttir 4/6 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 10 í sókn.

Keflavík: Birna Valgerður Benónýsdóttir 23/7 fráköst, Daniela Wallen Morillo 21/10 fráköst/7 stolnir, Anna Ingunn Svansdóttir 13, Karina Denislavova Konstantinova 13/6 fráköst, Agnes María Svansdóttir 8/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 4, Ólöf Rún Óladóttir 2/4 fráköst, Anna Þrúður Auðunsdóttir 2, Katla Rún Garðarsdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Stefán Kristinsson.

Áhorfendur: 58

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert