40 stiga sigur í undanúrslitum HM

Breanna Stewart var stigahæst Bandaríkjakvenna í morgun.
Breanna Stewart var stigahæst Bandaríkjakvenna í morgun. AFP/Jeremy Ng

Bandaríska kvennalandsliðið í körfuknattleik vann enn einn stórsigurinn á HM 2022 sem fer fram í Sydney í Ástralíu. Í morgun vann liðið 83:43 stórsigur á nágrönnum sínum í Kanada og það í undanúrslitum mótsins.

Bandaríkin keyrðu einfaldlega yfir Kanada strax í fyrsta leikhluta þar sem staðan var þegar orðin 27:7.

Í öðrum leikhluta lék Kanada betur en það reyndist ekki nóg, ekki frekar en í þriðja og fjórða leikhluta.

40 stiga sigur reyndist því niðurstaðan og enn einn risasigur óstöðvandi Bandaríkjakvenna á HM í höfn.

Breanna Stewart var stigahæst í liði Bandaríkjanna með 17 stig og tók hún átta fráköst að auki.

Skammt undan var Aja Wilson með 15 stig og 12 fráköst og þá skoraði Kelsey Plum 14 stig.

Bandaríkin munu mæta annað hvort heimakonum í Ástralíu eða Kína í úrslitaleik HM, en þau etja kappi í undanúrslitunum núna klukkan 9.30.

mbl.is