Valur meistari meistaranna eftir æsispennandi leik

Bikarinn kysstur.
Bikarinn kysstur. mbl.is/Óttar

Íslandsmeistarar Vals eru meistarar meistaranna eftir sigur, 80:77, gegn Stjörnunni í Origo-höllinni í kvöld.

Leikurinn var mjög jafn framan af og staðan 19:19 eftir fyrsta leikhluta. Valsmenn sóttu þá aðeins í sig veðrið og leiddu 46:41 eftir annan leikhluta.

Staðan var aftur jöfn, 60:60, eftir þriðja leikhluta en að lokum höfðu Valsmenn betur þrátt fyrir að Stjarnan hafi leitt með þriggja stiga mun 74:71 þegar lítið lifði leiks.

Kristófer Acox átti góðan leik í kvöld.
Kristófer Acox átti góðan leik í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Pablo Cesar Bertone var atkvæðamestur í liði Íslandsmeistaranna með 20 stig. Kristófer Acox kom næstur þar á eftir með 16 stig og 9 fráköst.

Bandaríkjamaðurinn Robert Eugene Turner III skoraði 24 stig og vann 4 fráköst fyrir Stjörnuna. Julius Jucikas átti einnig góðan leik með 18 stig, 6 fráköst og 3 varin skot.

Valur er meistari meistaranna.
Valur er meistari meistaranna. mbl.is/Óttar
mbl.is