Engin skemmtiferð til Tenerife

Elvar Már Friðriksson í leik með íslenska landsliðinu. Hann mátti …
Elvar Már Friðriksson í leik með íslenska landsliðinu. Hann mátti sætta sig við tap í Meistaradeildinni í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Elvar Már Friðriksson og samherjar hans í litháíska meistaraliðinu Rytas Vilnius fóru ekki í neina skemmtiferð til sólareyjunnar Tenerife í gær þegar þeir mættu þar heimamönnum í Meistaradeild Evrópu í körfuknattleik.

Tenerife vann öruggan sigur, 89:74, eftir að hafa verið átta stigum yfir í hálfleik, 49:41. Þetta  var  fyrsti leikur beggja liða í riðlakeppninni en í hinum leik riðilsins vann Peristeri frá Grikklandi sigur á Bnei Herzliya frá Ísrael, 86:70.

Elvar lék í 14 mínútur með Rytas en hann skoraði fimm stig og tók eitt frákast.

mbl.is
Loka