Keflavík með fullt hús á toppnum

Daniela Wallen átti góðan leik fyrir Keflavík.
Daniela Wallen átti góðan leik fyrir Keflavík. mbl.is/Óttar Geirsson

Keflavíkurkonur eru einar á toppi Subway-deildar kvenna í körfubolta með fullt hús stiga eftir 75:66-heimasigur á Haukum í einvígi ósigruðu liða deildarinnar í 3. umferð í Keflavík í kvöld.

Leikurinn var jafn og spennandi lengst af og var staðan eftir þrjá leikhluta af fjórum 56:53. Keflavík reyndist sterkari á lokakaflanum og sigldi fram úr.

Daniela Wallen skoraði 26 stig og tók 11 fráköst fyrir Keflavík og Karina Konstantinova gerði 16 stig. Ólöf Rún Óladóttir var stigahæsti íslenski leikmaður Keflavíkur með 12 stig.

Keira Robinson skoraði 21 stig og tók 9 fráköst fyrir Hauka og Tinna Guðrún Alexandersdóttir bætti við 17 stigum og sex fráköstum.

Blue-höllin, Subway deild kvenna, 05. október 2022.

Gangur leiksins:: 5:3, 11:9, 14:15, 21:22, 28:27, 34:29, 37:33, 40:35, 45:37, 50:45, 52:51, 56:53, 59:55, 59:59, 64:60, 75:66.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 26/11 fráköst/5 stolnir, Karina Denislavova Konstantinova 16/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 12, Birna Valgerður Benónýsdóttir 7, Katla Rún Garðarsdóttir 5/5 fráköst, Agnes María Svansdóttir 5, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2, Anna Ingunn Svansdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 6 í sókn.

Haukar: Keira Breeanne Robinson 21/9 fráköst/5 stolnir, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 17/6 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 13/6 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 8/9 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 2.

Fráköst: 21 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jakob Árni Ísleifsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 178

mbl.is