Sara í spennandi tapleik á Ítalíu

Sara Rún Hinriksdóttir leikur með Faenza á Ítalíu.
Sara Rún Hinriksdóttir leikur með Faenza á Ítalíu. Ljósmynd/Óttar Geirsson

Sara Rún Hinriksdóttir landsliðskona í körfuknattleik og samherjar hennar í Faenza máttu sætta sig við ósigur gegn Moncalieri, 88:85, í hörkuleik í ítölsku A-deildinni í kvöld.

Faenza var yfir, 83:80, þegar stutt var eftir en heimaliðið var sterkara í lok leiksins. Þetta var annar leikur Faenza í deildinni í haust en liðið tapaði einnig fyrsta leiknum.

Sara  skoraði 14 stig fyrir Faenza og tók fjögur fráköst en hún lék í 29 mínútur, næstmest af leikmönnum liðsins.

mbl.is