Óvæntur sigur ÍR á Njarðvík

ÍR vann sterkan sigur á Njarðvík í kvöld.
ÍR vann sterkan sigur á Njarðvík í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

ÍR vann óvæntan 83:77-heimasigur á Njarðvík í 1. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld.

ÍR-ingar voru með sex stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og hélt því forskoti fram að hálfleik, en staðan eftir tvo leikhluta var 41:35.

Njarðvík tókst ekki að jafna í seinni hálfleik og ÍR-ingar fóru með sterkan sigur af hólmi.

Tylan Birts skoraði 23 stig og tók 14 fráköst fyrir ÍR og Martin Paasoja bætti við 20 stigum. Dedrick Basile gerði 21 stig fyrir Njarðvík og Mario Matasovic 16 og tók 10 fráköst.

Skógarsel, Subway deild karla, 06. október 2022.

Gangur leiksins:: 3:3, 13:10, 17:10, 19:13, 22:23, 27:32, 35:32, 41:35, 48:39, 50:44, 58:52, 61:54, 63:60, 72:65, 79:70, 83:77.

ÍR: Tylan Jamon Birts 23/14 fráköst/6 stoðsendingar, Martin Paasoja 20, Ragnar Örn Bragason 15/5 stoðsendingar, Sigvaldi Eggertsson 9/4 fráköst, Luciano Nicolas Massarelli 8, Collin Anthony Pryor 5/9 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 3.

Fráköst: 25 í vörn, 11 í sókn.

Njarðvík: Dedrick Deon Basile 21/5 stoðsendingar, Mario Matasovic 16/10 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 15, Haukur Helgi Pálsson 9/7 fráköst, Philip Pujan Jalalpoor 7, Lisandro Rasio 5/9 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 4.

Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Davíð Kristján Hreiðarsson, Jakob Árni Ísleifsson.

Áhorfendur: 278

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert