Stjarnan vann á heimavelli meistaranna

Robert Turner sækir að körfu Vals í kvöld. Kristófer acox …
Robert Turner sækir að körfu Vals í kvöld. Kristófer acox er til varnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjarnan byrjar nýtt tímabil í Subway-deild karla í körfubolta afar vel en liðið vann 84:76-útisigur á Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld.

Leikurinn var hnífjafn og spennandi í fyrri hálfleik og voru hálfleiktölur 43:41, Val í vil. Stjörnumen voru hins vegar sterkari í seinni hálfleik og náðu fínu forskoti í lokin, sem Valsmenn höfðu ekki svör við.

Julius Jucikas skoraði 24 stig fyrir Stjörnuna og Adama Darbo gerði 18 stig. Ozren Pavlovic gerði 21 stig fyrir Val og Frank Aron Booker 17.

Sigurinn var kærkominn fyrir Stjörnuna eftir að Valur vann einvígi liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð og vann Stjörnuna einnig í Meistarakeppni KKÍ á dögunum.

Origo-höllin, Subway deild karla, 06. október 2022.

Gangur leiksins:: 5:5, 7:12, 17:14, 21:19, 30:25, 30:31, 37:33, 43:41, 46:45, 49:51, 56:56, 58:61, 63:70, 68:73, 70:78, 76:84.

Valur: Ozren Pavlovic 21/5 fráköst, Frank Aron Booker 17, Pablo Cesar Bertone 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Benoný Svanur Sigurðsson 9, Hjálmar Stefánsson 9/5 fráköst, Daði Lár Jónsson 4, Kristófer Acox 3/9 fráköst/5 stoðsendingar.

Fráköst: 22 í vörn, 6 í sókn.

Stjarnan: Julius Jucikas 24/5 fráköst, Adama Kasper Darbo 18/4 fráköst/6 stoðsendingar, Robert Eugene Turner III 16/5 fráköst/10 stoðsendingar, Kristján Fannar Ingólfsson 10/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 7/8 fráköst, Friðrik Anton Jónsson 6/5 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 3/4 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Johann Gudmundsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 126

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert