Reyndum að nýta okkur veikleika þeirra eins og við gátum

Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga sagði eftir sigur sinna manna á Tindastól í kvöld að sú staðreynd að uppá vantaði lykilmenn hjá mótherjum í kvöld hafi auðvitað sett strik í reikning kvöldsins. 

Hann hafi hinsvegar ekki vitað af því fyrr en klukkustund fyrir leik og því var leikplaninu ekki mikið hnikað frá því upphaflega. Liðið hafi hinsvegar reynt að nýta sér þessa veikleika Tindastóls með því að pressa hátt uppi á vellinum sem virkaði vel á köflum í leiknum.

Benedikt sagði það mikinn happafeng að hafa fengið Nicolás Richotti aftur í liðið og unnið hafi verið hörðum höndum allt frá því að síðasta tímabil endaði að fá hann aftur til liðsins. Þetta geri hans starf auðveldara að fá leikmann sem hann bæði þekkir og aðrir leikmenn. 

Benedikt Guðmundsson á hliðarlínunni í leik Njarðvíkur og Tindastól síðastliðið …
Benedikt Guðmundsson á hliðarlínunni í leik Njarðvíkur og Tindastól síðastliðið vor. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert