Brooklyn Nets laut í lægra haldi gegn Chicago Bulls í fyrsta leik sínum í NBA-deildinni í körfuknattleik karla eftir að Steve Nash var rekinn sem þjálfari liðsins í gær.
Kevin Durant fór fyrir Brooklyn og skoraði 32 stig auk þess að taka níu fráköst en það dugði ekki til í 99:108-tapi.
Zach LaVine var atkvæðamestur í liði Chicago með 29 stig og DeMar DeRozan bætti við 20 stigum.
Miami Heat hafði þá betur gegn ríkjandi meisturum Golden State Warriors, 116:109.
Jimmy Butler var stigahæstur hjá Miami með 23 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar.
Steph Curry var sömuleiðis með 23 stig fyrir Golden State og átti raunar stórleik þar sem hann tók einnig 13 fráköst og gaf 13 stoðsendingar.
Alls fóru fjórir leikir fram í NBA-deildinni í nótt.
Öll úrslit næturinnar:
Brooklyn – Chicago 108:99
Miami – Golden State 116:109
Oklahoma – Orlando – 116:108
Phoenix – Minnesota 116:017