Hornfirðingar á topp deildarinnar

Kristófer Már Gíslason í baráttu undir körfunni í kvöld. Hann …
Kristófer Már Gíslason í baráttu undir körfunni í kvöld. Hann átti stórleik með Ármenningum gegn Þór á Akureyri og skoraði 31 stig. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Sindri frá Hornafirði tyllti sér á topp 1. deildar karla í körfubolta í kvöld með því að sigra Fjölni örugglega í íþróttahúsinu á Höfn, 90:75.

Hornfirðingar hafa unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni í haust og eru með 12 stig eins og Álftanes, sem á hinsvegar til góða heimaleik gegn Skallagrími á mánudagskvöldið og hefur unnið alla sína leiki.

Hamar er kominn í þriðja sætið með 10 stig eftir sigur á Selfyssingum í grannaslag í Hveragerði, 82:78, og nýliðar Ármanns eru komnir í fjórða sætið með 8 stig eftir góða ferð til Akureyrar í kvöld þar sem þeir unnu stigalausa Þórsara 96:78.

Þá unnu Hrunamenn öruggan útisigur gegn ÍA á Akranesi, 104:93. 

Selfoss, Skallagrímur, Hrunamenn og ÍA eru öll með 6 stig, Fjölnir er með 2 stig og Þórsarar eru neðstir án stiga.

Tölfræði leikjanna var sem hér segir:

Þór Ak. - Ármann 78:96

Höllin Ak, 1. deild karla, 04. nóvember 2022.

Gangur leiksins:: 4:7, 7:10, 9:19, 14:27, 19:34, 27:41, 29:42, 29:47, 36:54, 40:58, 45:65, 47:69, 52:76, 62:84, 71:88, 78:96.

Þór Ak.: Tarojae Ali-Paishe Brake 22/6 fráköst, Smári Jónsson 18/6 stolnir, Hlynur Freyr Einarsson 11/6 fráköst/5 stoðsendingar, Toni Cutuk 11/11 fráköst, Hákon Hilmir Arnarsson 7, Baldur Örn Jóhannsson 4/5 fráköst, Páll Nóel Hjálmarsson 3/4 fráköst, Zak David Harris 2.

Fráköst: 27 í vörn, 12 í sókn.

Ármann: Kristófer Már Gíslason 31/6 fráköst, William Thompson 13/13 fráköst, Austin Magnus Bracey 10/7 stoðsendingar, Gunnar Örn Ómarsson 9, Snjólfur Björnsson 9/5 fráköst, Egill Jón Agnarsson 8, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 6, Arnór Hermannsson 6/6 stoðsendingar, Halldór Fjalar Helgason 4/4 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Einar Valur Gunnarsson, Bergur Daði Ágústsson.

Áhorfendur: 90

Sindri - Fjölnir 90:75

Ice Lagoon höllin, 1. deild karla, 04. nóvember 2022.

Gangur leiksins:: 8:0, 16:11, 26:14, 28:16, 39:21, 42:23, 45:28, 51:37, 60:42, 60:50, 63:55, 65:56, 75:58, 75:61, 83:66, 90:75.

Sindri: Rimantas Daunys 26/8 fráköst, Tyler Emmanuel Stewart 19/6 fráköst/3 varin skot, Ebrima Jassey Demba 18/10 fráköst, Oscar AlexanderTeglgard Jorgensen 17/4 fráköst, Ismael Herrero Gonzalez 5/5 fráköst/11 stoðsendingar, Árni Birgir Þorvarðarson 3/7 fráköst, Sigurður Guðni Hallsson 2.

Fráköst: 33 í vörn, 8 í sókn.

Fjölnir: Rafn Kristján Kristjánsson 17/10 fráköst, Hilmir Arnarson 12, Karl Ísak Birgisson 12/6 fráköst, Kendall James Scott 12, Fannar Elí Hafþórsson 8, Brynjar Kári Gunnarsson 6/9 fráköst, Guðmundur Aron Jóhannesson 5, Garðar Kjartan Norðfjörð 3.

Fráköst: 21 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Jon Thor Eythorsson.

Áhorfendur: 135

ÍA - Hrunamenn 83:104

Akranes - Vesturgata, 1. deild karla, 04. nóvember 2022.

Gangur leiksins:: 2:10, 2:15, 10:22, 21:29, 29:38, 33:44, 41:46, 44:56, 51:62, 56:68, 63:74, 69:83, 72:90, 74:92, 81:101, 83:104.

ÍA: Anders Gabriel P. Adersteg 21/9 fráköst, Lucien Thomas Christofis 18/6 fráköst/6 stoðsendingar, Þórður Freyr Jónsson 16, Jalen David Dupree 15/10 fráköst, Tómas Andri Bjartsson 6, Jóel Duranona 5, Davíð Alexander H. Magnússon 2.

Fráköst: 22 í vörn, 12 í sókn.

Hrunamenn: Ahmad James Gilbert 23/11 fráköst/7 stoðsendingar, Samuel Anthony Burt 23/4 fráköst, Eyþór Orri Árnason 14/6 stoðsendingar, Hringur Karlsson 13, Yngvi Freyr Óskarsson 12/4 fráköst, Friðrik Heiðar Vignisson 10, Óðinn Freyr Árnason 7/5 fráköst, Haukur Hreinsson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Guðmundur Ragnar Björnsson, Jón Svan Sverrisson.

Áhorfendur: 140

Hamar - Selfoss 82:78

Hveragerði, 1. deild karla, 04. nóvember 2022.

Gangur leiksins:: 5:4, 5:11, 7:13, 11:18, 16:23, 25:32, 28:35, 36:39, 40:44, 44:49, 53:57, 57:63, 64:67, 69:67, 80:72, 82:78.

Hamar: Jose Medina Aldana 28/7 fráköst/10 stoðsendingar, Ragnar Agust Nathanaelsson 24/18 fráköst/3 varin skot, Björn Ásgeir Ásgeirsson 19, Alfonso Birgir Söruson Gomez 5, Daníel Sigmar Kristjánsson 2/4 fráköst, Haukur Davíðsson 2, Mirza Sarajlija 2/5 stoðsendingar.

Fráköst: 25 í vörn, 11 í sókn.

Selfoss: Kennedy Clement Aigbogun 25/9 fráköst, Gerald Robinson 16/6 fráköst, Srdan Stojanovic 12/4 fráköst/6 stoðsendingar, Arnaldur Grímsson 11/7 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ísar Freyr Jónasson 4.

Fráköst: 29 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 131

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert