Mætum með kassann út

Hildur Björg Kjartansdóttir er reynslumesti leikmaður íslenska hópsins gegn Spáni.
Hildur Björg Kjartansdóttir er reynslumesti leikmaður íslenska hópsins gegn Spáni. Ljósmynd/FIBA

„Þetta er búið að vera langt en gott ferðalag. Þetta er alveg á Suður-Spáni. Við flugum fyrst til Madríd, síðan til Sevilla og svo akstur þaðan,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir, landsliðskona í körfubolta, í samtali við Morgunblaðið.

Íslenska landsliðið er sem stendur í Huelva á Suðvestur-Spáni, þar sem liðið leikur við gríðarlega sterkt spænskt lið í undankeppni EM klukkan 19.30 í kvöld.

Leikurinn er liður í C-riðli. Spánn hefur unnið báða leiki sína til þessa; 66:62-útisigur á Ungverjalandi og 107:52-heimasigur á Rúmeníu. Ísland tapaði 58:115 fyrir Ungverjalandi á heimavelli og 59:65 á útivelli gegn Rúmeníu. Efsta liðið er öruggt með sæti á EM, en liðin með bestan árangur í öðru sæti fara einnig á lokamótið sem fram fer í Ísrael og Slóveníu á næsta ári.

„Við erum að fara í risastórt verkefni. Við erum að fara í þetta verkefni til að einblína á okkur. Við vitum að þær eru svakalega góðar. Við viljum spila okkar leik, stíga upp á móti þeim og mæta með kassann út. Það verður samt rosalega erfitt, við gerum okkur grein fyrir því,“ sagði Hildur Björg.

Viðtalið við Hildi má sjá í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »