Tindastóll áfrýjaði úrskurði aganefndar

Fjórir erlendir leikmenn Tindastóls eru hér inni á vellinum á …
Fjórir erlendir leikmenn Tindastóls eru hér inni á vellinum á sama tíma. Ljósmynd/Skjáskot/RÚV

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur áfrýjað úrskurði aganefndar Körfuknattleikssambands Íslands eftir að hún úrskurðaði Haukum 20:0-sigri í bikarleik liðanna á dögunum.

Tindastóll vann leik liðanna í 1. umferð bikarsins, 88:71, en Haukar kærðu úrslit leiksins vegna brota Sauðkrækinga á útlendingareglu KKÍ. Aðeins þrír er­lend­ir leik­menn mega vera inni á vell­in­um í einu hjá hvoru liði í keppn­um á veg­um KKÍ.

Tinda­stóll var með fjóra leik­menn á vell­in­um í nokkr­ar sek­únd­ur, á meðan Hilm­ar Smári Henn­ings­son tók víta­skot fyr­ir Hauka. Þrátt fyr­ir að leik­klukk­an hafi ekki verið í gangi og at­vikið ekki haft nein áhrif á gang leiks­ins, var Hauk­um úr­sk­urðaður sig­ur­inn. Nú hefur Tindastóll áfrýjað þeirri ákvörðun.

„Við gerðum það. Okkur finnst þetta ósanngjörn niðurstaða. Þetta hafði ekki áhrif á leikinn og viðurlögin við þessum mistökum eru ekki í samræmi við brotið,“ sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls við Vísi.

mbl.is