Keflavík ekki í vandræðum með KR

25 stig Elbert Matthews (t.v.) fyrir KR dugðu ekki til …
25 stig Elbert Matthews (t.v.) fyrir KR dugðu ekki til í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Keflavík vann öruggan 91:75-sigur á KR þegar liðin áttust við í 7. umferð Subway-deildar karla í körfuknattleik í Keflavík í kvöld.

Keflvíkingar voru við stjórn allan tímann og náðu mest 24 stiga forystu í fjórða og síðasta leikhluta.

Undir blálokin löguðu KR-ingar hins vegar stöðuna aðeins og niðurstaðan 16 stiga sigur Keflavíkur.

Keflvíkingar skiptu stigunum bróðurlega á milli sín þar sem Ólafur Ingi Styrmisson var stigahæstur með 15 stig og skammt undan voru Hörður Axel Vilhjálmsson og David Okeke, báðir með 13 stig. Hörður Axel gaf einnig átta stoðsendingar og Okeke tók 11 fráköst.

Langstigahæstur í leiknum var Elbert Matthews með 25 stig fyrir KR. Tók hann sjö fráköst að auki.

Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar en nú með 10 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Vals.

KR er áfram í 11. og næstneðsta sæti með aðeins 2 stig.

Keflavík - KR 91:75

Blue-höllin, Subway deild karla, 25. nóvember 2022.

Gangur leiksins:: 6:7, 12:9, 17:11, 21:15, 27:17, 32:19, 43:20, 48:26, 55:34, 57:40, 63:42, 67:50, 69:53, 78:58, 85:64, 91:75.

Keflavík: Ólafur Ingi Styrmisson 15/4 fráköst, Horður Axel Vilhjalmsson 13/8 stoðsendingar, David Okeke 13/11 fráköst, Igor Maric 12/6 fráköst, Dominykas Milka 9/12 fráköst, Jaka Brodnik 9/4 fráköst, Eric Ayala 7/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 6, Magnús Pétursson 5, Valur Orri Valsson 2/5 stoðsendingar.

Fráköst: 37 í vörn, 12 í sókn.

KR: Elbert Clark Matthews 25/7 fráköst/5 stoðsendingar, Þorvaldur Orri Árnason 16/5 fráköst/5 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 13, Roberts Freimanis 9/8 fráköst, Jordan Semple 6/11 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 2, Hallgrímur Árni Þrastarson 2, Lars Erik Bragason 2.

Fráköst: 21 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Jakob Árni Ísleifsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 190

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert