Þriggja leikja bann fyrir að hrinda andstæðingi

Patrick Beverley eftir að hann hrinti Deandre Ayton í keppnisgólfið.
Patrick Beverley eftir að hann hrinti Deandre Ayton í keppnisgólfið. AFP/Christian Petersen

Patrick Beverley, leikmaður LA Lakers, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann af NBA-deildinni í körfuknattleik eftir að hann hrinti andstæðingi sínum í jörðina.

Beverley var ósáttur við að Deandre Ayton, leikmaður Phoenix Suns, væri að gera lítið úr samherja sínum Austin Reaves og hrinti honum af afli í keppnisgólfið.

Fyrir það var Beverley rekinn út úr húsi og ákvað NBA-deildin að úrskurða hann einnig í þriggja leikja bann þar sem hann ætti sér sögu í deildinni þegar kæmi að grófum brotum sem þessu.

Atvikið má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert