LeBron leiddi Lakers til sigurs

LeBron James treður með tilþrifum í San Antonio í nótt.
LeBron James treður með tilþrifum í San Antonio í nótt. AFP/Ronald Cortes

Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James skoraði 39 stig og tók 11 fráköst í góðum 143:138 útisigri Los Angeles Lakers á San Antonio Spurs.

LeBron hefur ekki skorað fleiri stig í neinum leik á leiktíðinni til þessa. Hann jafnaði persónulegt met með því að setja niður sjö þriggja stiga körfur í leiknum.

Dennis Schroder skoraði 21 stig fyrir gestina og gaf sex stoðsendingar og Lonnie Walker skoraði 19 stig þar af 13 stig í fjórða leikhluta.

Keldon Johnson var atkvæðamestur í liði San Antonio, sem tapaði sínum áttunda leik í röð, með 26 stig og 10 fráköst.

Los Angeles Lakers er í 13. sæti Vestur-deildarinnar með sjö sigra en San Antonio Spurs er einu seti neðar með sex sigra.

Úrslit næt­ur­inn­ar í NBA-deild­inni:

Toronto – Dallas 105:100
Houston – Oklahoma 118:105
San Ant­onio – LA Lakers 138:143
Phoenix – Utah 113:112

mbl.is