Durant dró vagninn

Kevin Durant var frábær í liði Brooklyn í nótt.
Kevin Durant var frábær í liði Brooklyn í nótt. AFP/Mike Stobe

Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hinn 34 ára, Kevin Durant var frábær fyrir Brooklyn Nets í góðum 109:102-heimasigri á Orlando Magic.

Durant skoraði 45 stig, tók sjö fráköst, gaf fimm stoðsendingar, stal boltanum tvisvar af andstæðingnum og varði tvö skot að auki. Þeir Bol Bol og Paolo Banchero voru atkvæðamestir í liði Orlando með 24 stig hvor.

Los Angeles Lakers fór illa að ráði sínu á heimaveilli gegn Indiana Pacers. Lakers, sem hafði byggt upp níu stiga forskot fyrir fjórða leikhluta, tapaði því niður jafnt og þétt í síðasta leikhlutanum. Það var svo nýliðinn Andrew Nembhard sem kórónaði endurkomu Indiana með þriggja stiga flautukörfu fyrir eins stigs sigri.

Tyrese Haliburton var atkvæðamestur gestanna með 24 stig, 14 stoðsendingar og sjö fráköst en Anthony Davis var stigahæstur í liði Lakers með 25 stig. Hann tók að auki 13 fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Úrslit næturinnar í NBA-deildinni:

Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 104:101
Washington Wizards - Minnesota Timberwolves 142:127
Boston Celtics - Charlotte Hornets 140:105
Brooklyn Nets - Orlando Magic 109:102
Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 100:88
New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 105:101
Denver Nuggets - Houston Rockets 129:113
Utah Jazz - Chicago Bulls 107:114
Sacramento Kings - Phoenix Suns 117:122
Los Angeles Lakers - Indiana Pacers 115:116

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert