Glæsileg endurkoma Hauka gegn Tindastóli

Zoran Vrkic sækir að körfu Hauka í kvöld. Daniel Mortensen …
Zoran Vrkic sækir að körfu Hauka í kvöld. Daniel Mortensen og Orri Gunnarsson eru til varnar. Mbl.is/Árni Sæberg

Haukar unnu í kvöld 80:75-heimasigur á Tindastóli í Subway-deild karla í körfubolta. Um sannkallaðan endurkomu sigur var að ræða, því Tindastóll var mest 18 stigum yfir.

Tindastóll var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru hálfleikstölur 48:33, Skagfirðingum í vil. Haukar neituðu hins vegar að gefast upp og með afar góðum seinni hálfleik, tókst Hafnarfjarðarliðinu að snúa taflinu sér í vil.

Darwin Davis skoraði 21 stig fyrir Hauka og var afar mikilvægur á lokakaflanum. Norbertas Giga bætti við 20 stigum og tólf fráköstum. Taiwo Badmus skoraði 21 stig fyrir Tindastól og Sigtryggur Arnar Björnsson 13 stig.

Haukar eru í fimmta sæti deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum og einu sæti fyrir ofan Tindastól.

Ásvellir, Subway deild karla, 01. desember 2022.

Gangur leiksins:: 3:2, 7:11, 13:13, 19:21, 19:27, 21:35, 26:40, 30:48, 35:51, 40:51, 48:59, 55:65, 62:66, 70:71, 72:71, 80:75.

Haukar: Darwin Davis Jr. 21, Norbertas Giga 20/12 fráköst, Daniel Mortensen 16/10 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 14/6 fráköst, Breki Gylfason 5/7 fráköst, Orri Gunnarsson 4.

Fráköst: 24 í vörn, 15 í sókn.

Tindastóll: Taiwo Hassan Badmus 21/7 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 13, Adomas Drungilas 12/4 fráköst, Zoran Vrkic 9/4 fráköst, Axel Kárason 9, Pétur Rúnar Birgisson 5/9 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Ágústsson 3, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 3.

Fráköst: 22 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: .

Áhorfendur: 177

mbl.is