Grindavík aftur á sigurbraut

Bragi Guðmundsson og félagar í Grindavík unnu kærkominn sigur í …
Bragi Guðmundsson og félagar í Grindavík unnu kærkominn sigur í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Grindavík er komið aftur á sigurbraut í Subway-deild karla í körfubolta eftir tvö töp í röð, en liðið vann 91:87-útisigur á Hetti í kvöld. Tapið var það þriðja í röð hjá Austfirðingum.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik 52:49, Grindavík í vil. Höttur var með 72:71-forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, en þar voru gestirnir í Grindavík ögn sterkari.

Damier Pitts var stigahæstur hjá Grindavík með 29 stig og Timothy Guers var með 29 stig fyrir Hött.

Eftir sigurinn er Grindavík í áttunda sæti með átta stig. Höttur er í sætinu fyrir neðan, með tveimur stigum minna.  

MVA-höllin Egilsstöðum, Subway deild karla, 01. desember 2022.

Gangur leiksins:: 5:3, 14:14, 21:18, 26:29, 29:34, 37:39, 40:46, 49:52, 52:60, 62:62, 67:67, 72:71, 72:80, 79:85, 79:85, 87:91.

Höttur: Timothy Guers 29, Matej Karlovic 17/8 fráköst, Nemanja Knezevic 11/10 fráköst, David Guardia Ramos 9, Adam Eiður Ásgeirsson 8/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gísli Þórarinn Hallsson 6, Obadiah Nelson Trotter 5/8 stoðsendingar, Juan Luis Navarro 2.

Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.

Grindavík : Damier Erik Pitts 27/5 fráköst/6 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 21, Bragi Guðmundsson 16/4 fráköst, Valdas Vasylius 9/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/4 fráköst, Gkay Gaios Skordilis 4/8 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 3, Hilmir Kristjánsson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarni Rúnar Lárusson, Jon Thor Eythorsson.

Áhorfendur: 79

mbl.is