ÍR skildi KR eftir í vondum málum

Hákon Örn Hjálmarsson sækir að körfu KR. Elmeri Alanen er …
Hákon Örn Hjálmarsson sækir að körfu KR. Elmeri Alanen er til varnar. mbl.is/Árni Sæberg

ÍR hafði betur gegn KR, 95:88, í fallslag í Subway-deild karla í körfubolta í Frostaskjóli í kvöld. Fyrir vikið munar nú fjórum stigum á liðunum og er körfuboltastórveldið KR því fjórum stigum frá öruggu sæti eftir átta leiki.

ÍR var með sex stiga forskot í hálfleik, 51:45, en með góðum þriðja leikhluta tókst KR að ná forystunni fyrir fjórða leikhlutann, 70:68. KR náði svo mest fimm stiga forskoti í fjórða og síðasta leikhlutanum.

Gestirnir úr ÍR neituðu hins vegar að gefast upp, sneru leiknum sér í vil og unnu að lokum sjö stiga sigur eftir góðan lokakafla.

Taylor Jones átti afar góðan leik fyrir ÍR, skoraði 24 stig, tók 18 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Martin Paasoja gerði 22 stig. Dagur Kár Jónsson skoraði 21 stig fyrir KR og Þorvaldur Orri Árnason skoraði 16 stig.

Meistaravellir, Subway deild karla, 01. desember 2022.

Gangur leiksins:: 12:4, 14:13, 14:21, 22:26, 26:33, 31:35, 40:39, 45:51, 55:53, 59:59, 66:64, 70:68, 75:70, 77:76, 79:85, 88:95.

KR: Dagur Kár Jónsson 21, Þorvaldur Orri Árnason 16/5 fráköst, Jordan Semple 15/7 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 12/4 fráköst, Elbert Clark Matthews 11/6 fráköst, Aapeli Elmeri Ristonpoika Alanen 8/5 fráköst, Roberts Freimanis 5/6 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 12 í sókn.

ÍR: Taylor Maurice Johns 24/18 fráköst/7 stoðsendingar/4 varin skot, Martin Paasoja 22/4 fráköst/6 stoðsendingar, Hákon Örn Hjálmarsson 14/4 fráköst, Collin Anthony Pryor 14/9 fráköst, Ragnar Örn Bragason 14/4 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 7.

Fráköst: 30 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Aron Rúnarsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 177

mbl.is