Blikar upp að hlið toppliðsins

Hlynur Bæringsson í loftfimleikum í kvöld. Julio De Assis verst.
Hlynur Bæringsson í loftfimleikum í kvöld. Julio De Assis verst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik fór upp að hlið toppliðs Vals í Subway-deild karla í körfubolta með 101:90-heimasigri á Stjörnunni í kvöld.

Eftir jafnan fyrsta leikhluta var Breiðablik með 48:43-forskot í hálfleik og jók jafnt og þétt forskotið, en Breiðablik vann alla leikhlutana. Var sigur heimamanna ekki í hættu í fjórða leikhlutanum.

Everage Richardson skoraði 27 stig og tók níu fráköst fyrir Breiðablik. Jeremy Smith bætti við 20 stigum. Robert Turner var magnaður hjá Stjörnunni og skoraði 40 stig.

Breiðablik er með tólf stig, eins og topplið Vals, sem mætir Keflavík í kvöld. Stjarnan er í sjöunda sæti með átta stig.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert