Keflavík sannfærandi gegn meisturunum

Dominykas Milka var afar sterkur gegn meisturunum í kvöld.
Dominykas Milka var afar sterkur gegn meisturunum í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Keflavík vann í kvöld sannfærandi 100:75-útisigur á Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta. Fyrir vikið eru Keflavík, Breiðablik og Valur öll jöfn í þremur efstu sætunum með tólf stig.

Keflvíkingar voru með undirtökin allan leikinn og var staðan í hálfleik 49:39. Voru Valsmenn aldrei líklegir til að jafna í seinni hálfleiknum.

Dominykas Milka skoraði 22 stig og tók 10 fráköst fyrir Keflavík og Eric Ayala gerði 16 stig og tók 11 fráköst.

Kári Jónsson skoraði 18 stig fyrir Val og Ozren Pavlovic bætti við 14 stigum.  

Origo-höllin, Subway deild karla, 02. desember 2022.

Gangur leiksins:: 6:9, 8:15, 14:21, 19:27, 28:32, 30:37, 34:41, 39:49, 43:56, 45:63, 51:68, 55:72, 59:74, 65:86, 70:94, 75:100.

Valur: Kári Jónsson 18/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ozren Pavlovic 14/5 fráköst, Pablo Cesar Bertone 12, Frank Aron Booker 10/4 fráköst, Callum Reese Lawson 10/7 stoðsendingar, Kristófer Acox 9/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 2.

Fráköst: 16 í vörn, 7 í sókn.

Keflavík: Dominykas Milka 22/10 fráköst, Eric Ayala 16/11 fráköst, Igor Maric 14/5 fráköst, Jaka Brodnik 13/5 fráköst, Horður Axel Vilhjalmsson 11/11 stoðsendingar, David Okeke 11/7 fráköst, Valur Orri Valsson 5/6 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 4, Ólafur Ingi Styrmisson 2, Arnór Sveinsson 2.

Fráköst: 31 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 88

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert