Stórleikur Doncic dugði ekki til

Marvin Bagley og Luka Doncic eigast við í leiknum í …
Marvin Bagley og Luka Doncic eigast við í leiknum í nótt. AFP/Gregory Shamus

Dallas Mavericks mátti sætta sig við 125:131-tap fyrir Detroit Pistons í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Þar átti Slóveninn Luka Doncic stórleik fyrir Dallas eins og venjulega en að þessu sinni dugði hann ekki til.

Doncic skoraði 35 stig, tók fimm fráköst og gaf tíu stoðsendingar í æsispennandi leik þar sem staðan var 117:117 að loknum fjórum leikhlutum.

Í framlengingunni reyndust heimamenn í Detroit hins vegar ögn sterkari.

Á eftir Doncic komu Tim Hardaway með 26 stig og Christian Wood með 25 stig og átta fráköst.

Króatinn Bojan Bogdanovic var stigahæstur í liði Detroit með 30 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert