Valur fyrsta liðið til að vinna Keflavík

Dagbjört Dögg Karlsdóttir var stigahæst í liði Vals í kvöld.
Dagbjört Dögg Karlsdóttir var stigahæst í liði Vals í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Valur vann magnaðan 84:75-útisigur á Keflavík suður með sjó í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Valur byrjaði leikinn betur og var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta. Þá forystu lét liðið aldrei af hendi og vann að lokum frábæran níu stiga sigur.

Dagbjört Dögg Karlsdóttir var stigahæst Valskvenna í leiknum með 18 stig en Kiana Johnson kom næst með 16 stig og 11 stoðsendingar. Stigaskor liðsins dreifðist mjög vel en allt byrjunarliðið fór upp í tveggja stafa tölu í stigaskori.

Hjá Keflavík var Daniela Wallen Morillo stigahæst með 27 stig og tíu fráköst. Anna Ingunn Svansdóttir kom næst með 11 stig.

Þrátt fyrir tapið er Keflavík enn á toppi deildarinnar með 20 stig. Valur er í þriðja sæti með 16 stig.

Gangur leiksins: 6:5, 6:10, 8:15, 11:21, 19:31, 27:38, 32:43, 38:47, 44:52, 48:57, 52:65, 54:65, 62:70, 66:77, 71:79, 75:84.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 27/10 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 11, Karina Denislavova Konstantinova 8/7 fráköst/5 stoðsendingar, Anna Lára Vignisdóttir 8, Birna Valgerður Benónýsdóttir 8, Agnes María Svansdóttir 5, Ólöf Rún Óladóttir 3, Katla Rún Garðarsdóttir 3/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2.

Fráköst: 21 í vörn, 11 í sókn.

Valur: Dagbjört Dögg Karlsdóttir 18, Kiana Johnson 16/6 fráköst/11 stoðsendingar, Simone Gabriel Costa 14/4 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 10/11 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 10, Margret Osk Einarsdottir 8, Eydís Eva Þórisdóttir 6, Sara Líf Boama 2.

Fráköst: 19 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar

Áhorfendur: 60.

mbl.is