Davis stórkostlegur og Lakers á flugi

Anthony Davis treður í nótt.
Anthony Davis treður í nótt. AFP/Greg Fiume

Los Angeles Lakers hafði betur gegn Washington Wizards, 130:119, í NBA-deildinni í körfubolta vestanhafs í nótt. Eftir hræðilega byrjun á tímabilinu, hefur Lakers nú unnið fimm af síðustu sex leikjum.

Anthony Davis átti stærstan þátt í sigri Lakers-manna, því hann skoraði 55 stig og tók 17 fráköst. LeBron James kom þar á eftir með 29 stig. Kristaps Porzingis gerði 27 stig fyrir Washington.

Boston er áfram á toppi Austurdeildarinnar eftir 103:92-útisigur á Brooklyn Nets. Jaylen Brown skoraði 34 stig og tók tíu fráköst fyrir Boston og Jayson Tatum gerði 29 stig og tók 11 fráköst. Kevin Durant skoraði 31 fyrir Brooklyn.

Gott gengi New Orleans Pelicans hélt áfram er liðið vann 121:106-heimasigur á Denver í baráttunni um annað sæti Vesturdeildarinnar. Jose Alvarado skoraði 38 stig fyrir New Orleans og Nikola Jokic gerði 32 stig og tók 16 fráköst fyrir Denver.

Úrslit gærkvöldsins/næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta:
New Orleans Pelicans – Denver Nuggets 121:106
San Antonio Spurs – Phoenix Suns 95:133
Brooklyn Nets – Boston Celtics 92:103
Detroit Pistons – Memphis Grizzlies 112:122
New York Knicks – Cleveland Cavaliers 92:81
Sacramento Kings – Chicago Bulls 110:101
Washington Wizards – Los Angeles Lakers 119:130
Portland Trail Blazers – Indiana Pacers 116:100

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert