Ægir drjúgur í öruggum sigri

Ægir Þór Steinarsson leikur með Alicante.
Ægir Þór Steinarsson leikur með Alicante. mbl.is/Óttar Geirsson

Ægir Þór Steinarsson og félagar í Alicante unnu góðan heimasigur í kvöld, 77:60, gegn Melilla í spænsku B-deildinni í körfuknattleik.

Ægir var drjúgur að vanda en hann skoraði 9 stig, tók 4 fráköst og átti 3 stoðsendingar á 22 mínútum.

Alicante er í sjöunda sæti af átján liðum deildarinnar og hefur unnið sex af fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu.

mbl.is