Bikarmeistararnir mæta deildarmeisturunum

Keflavík og Haukar eru tvö efstu lið deildarinnar.
Keflavík og Haukar eru tvö efstu lið deildarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heil umferð er á dagskrá í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Á meðal liða sem mætast eru bikarmeistarar Hauka og deildarmeistarar Fjölnis.

Tímabil Hauka hefur verið töluvert betra til þessa, því liðið er í öðru sæti með 18 stig, á meðan Fjölnir er í sjötta sæti með átta stig.

Topplið Keflavíkur fær tækifæri til að hrista fyrsta tap tímabilsins af sér, gegn Val í síðustu umferð, er liðið mætir nýliðum ÍR á útivelli. ÍR er eina lið deildarinnar sem er án stiga.

Valur mætir Grindavík á heimavelli, en Valskonur eru í þriðja sæti með 16 stig. Grindavík er í fimmta sæti með helmingi færri stig.

Þá mætast Breiðablik og Íslandsmeistarar Njarðvíkur í Smáranum. Njarðvík er í fjórða sæti með 14 stig og Breiðablik í sjöunda sæti með fjögur.  

Leikir kvöldsins í Subway-deild kvenna í körfubolta:
18.15 Valur – Grindavík
19.15 Breiðablik – Njarðvík
19.15 ÍR – Keflavík
20.15 Haukar – Fjölnir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert