Dramatík fyrir norðan

Sigtryggur Arnar Björnsson fór mikinn fyrir Tindastól.
Sigtryggur Arnar Björnsson fór mikinn fyrir Tindastól. mbl.is/Kristinn Magnússon

Adomas Drungilas fór mikinn fyrir Tindastól þegar liðið vann nauman sigur gegn botnliði Þór frá Þorlákshöfn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, á Sauðárkróki í 9. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 88:86-sigri Tindastóls en Drungilas skoraði 20 stig, tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Tindastóll byrjaði miklu betur, leiddi 30:12 eftir fyrsta leikhluta, og var munurinn á liðunum 18 stig í hálfleik, 53:35, Tindastóli í vil.

Tindastóll var 14 stigum eftir þriðja leikhluta, 72:58, en Þórsurum tókst að minnka muninn í eitt stig, 86:87, þegar átta sekúndur voru til leiksloka en það reyndist of seint.

Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 19 stig fyrir Tindastól, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar en Vincent Malik Shahid var stigahæstur Þórsara með 33 stig, sex fráköst og þrjár stoðsendingar.

Tindastóll er með 10 stig í sjötta sætinu en Þórsarar eru í tólfta og neðsta sætinu með 2 stig.

Gangur leiksins:: 8:5, 16:7, 23:8, 30:12, 33:20, 43:24, 48:29, 53:35, 53:37, 61:46, 65:51, 72:58, 77:64, 80:68, 84:79, 88:86.

Tindastóll: Adomas Drungilas 20/5 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 19/5 fráköst/6 stoðsendingar, Taiwo Hassan Badmus 14/6 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Antonio Keyshawn Woods 11, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10, Pétur Rúnar Birgisson 6/5 stoðsendingar, Ragnar Ágústsson 5, Axel Kárason 3.

Fráköst: 20 í vörn, 8 í sókn.

Þór Þ.: Vincent Malik Shahid 33/6 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 16, Daníel Ágúst Halldórsson 9/4 fráköst, Fotios Lampropoulos 8/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 7, Pablo Hernandez Montenegro 7, Davíð Arnar Ágústsson 6.

Fráköst: 17 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 350

Dominykas Milka skoraði 17 stig í kvöld.
Dominykas Milka skoraði 17 stig í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Eric Ayala var stigahæstur Keflvíkinga þegar liðið lagði Hött að velli í Blue-höllinni í Keflavík.

Ayala skoraði 18 stig, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en leiknum lauk með 71:62-sigri Keflavíkur.

Keflavík leiddi með tveimur stigum í hálfleik, 29:27, og Keflvíkingar juku forskot sitt í þriðja leikhluta og var staðan 49:43, Keflavík í vil, að honum loknum.

Hetti tókst að minnka forskot Keflavíkur í fimm stig í fjórða leikhluta, 49:54 og 57:62, en lengra komust þeir ekki og Keflavík fagnaði sigri.

Dominykas Milka skoraði 17 stig og tók ellefu fráköst fyrir Keflavík en Nemanja Knezevic var stigahæstur í liði Hattar með 13 stig, átta fráköst og eina stoðsendingu.

Keflavík er í efsta sætinu með 14 stig en Höttur er í níunda sætinu með 6 stig.

Gangur leiksins:: 2:5, 4:12, 8:16, 8:19, 10:21, 15:25, 22:27, 29:27, 31:27, 39:33, 49:38, 49:43, 54:49, 60:51, 67:57, 71:62.

Keflavík: Eric Ayala 18/6 fráköst, Dominykas Milka 17/11 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 10, Horður Axel Vilhjalmsson 8/8 fráköst/5 stoðsendingar, David Okeke 6/5 fráköst, Igor Maric 5/7 fráköst, Magnús Pétursson 3, Jaka Brodnik 2, Ólafur Ingi Styrmisson 2.

Fráköst: 33 í vörn, 13 í sókn.

Höttur: Nemanja Knezevic 13/8 fráköst/3 varin skot, Timothy Guers 12/5 fráköst, Obadiah Nelson Trotter 8, Gísli Þórarinn Hallsson 7, Juan Luis Navarro 6/5 fráköst, Matej Karlovic 6, Sigmar Hákonarson 4, Adam Eiður Ásgeirsson 4, David Guardia Ramos 2/4 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 3 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Daníel Steingrímsson.

Áhorfendur: 113

mbl.is