Meistararnir sterkari á lokasekúndunum

Kári Jónsson var stigahæstur Valsmanna í kvöld.
Kári Jónsson var stigahæstur Valsmanna í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kári Jónsson var stigahæstur Íslandsmeistara Vals þegar liðið heimsótti ÍR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Skógarsel í Breiðholti í 9. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 83:77-sigri Valsmanna en Kári skoraði 21 stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar í leiknum.

Valsmenn voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með 11 stigum í hálfleik, 40:29. ÍR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og tókst að jafna metin í þriðja leikhluta í 57:57.

Mikið jafnræði var með liðunum í fjórða leikhluta og leiddu Valsmenn með einu stigi, 78:77, þegar mínúta var til leiksloka.

ÍR-ingar fengu tækifæri til þess að komast yfir en þriggja stiga skot Ragnars Örns Bragasonar geigaði og Valsmenn fögnuðu naumum sigri.

Pablo Bertone skoraði 17 stig fyrir Valsmenn en Colin Pryor var stigahæstur hjá ÍR-ingum með 19 stig og tólf fráköst.

Valsmenn eru sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 14 stig en ÍR er í því tíunda með 6 stig.

Gangur leiksins:: 3:0, 8:7, 15:15, 18:20, 20:25, 22:27, 24:35, 29:40, 38:43, 49:47, 53:57, 57:57, 61:66, 63:68, 69:74, 77:83.

ÍR: Collin Anthony Pryor 19/12 fráköst, Taylor Maurice Johns 17/10 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 15/4 fráköst, Martin Paasoja 12/6 fráköst/5 stolnir, Ragnar Örn Bragason 7, Luciano Nicolas Massarelli 7.

Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn.

Valur: Kári Jónsson 21, Pablo Cesar Bertone 17/4 fráköst, Callum Reese Lawson 16/4 fráköst, Ozren Pavlovic 13/8 fráköst, Frank Aron Booker 9, Kristófer Acox 7/8 fráköst/5 stoðsendingar.

Fráköst: 25 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Davíð Kristján Hreiðarsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 149

mbl.is