Njarðvík valtaði yfir KR

Nicolas Richotti reyndist KR-ingum erfiður.
Nicolas Richotti reyndist KR-ingum erfiður. mbl.is/Óttar Geirsson

Njarðvík átti ekki í miklum vandræðum með að vinna KR, 107:78, í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld.

Njarðvíkingar unnu fyrsta leikhlutann 28:15 og var eftirleikurinn auðveldur gegn KR-liði, sem er aðeins með einn sigur á allri leiktíðinni.

Argentínumaðurinn Nicolas Richotti skoraði 27 stig fyrir Njarðvík og Dedrick Basile skoraði 19 og gaf 10 stoðsendingar. Elbert Matthews skoraði 17 fyrir KR og Jordan Semple gerði 16 og tók 13 fráköst.

Njarðvík er í fjórða sæti með tólf stig, tveimur stigum á eftir Keflavík, Breiðablik og Val, sem eru jöfn á toppnum. KR er sem fyrr aðeins með tvö stig, fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni.  

Gangur leiksins:: 5:1, 11:6, 19:13, 28:15, 34:23, 40:30, 43:36, 58:45, 68:47, 73:51, 76:57, 82:62, 83:64, 90:69, 99:72, 107:78.

Njarðvík: Nicolas Richotti 27, Dedrick Deon Basile 19/4 fráköst/10 stoðsendingar, Jose Ignacio Martin Monzon 15/11 fráköst, Mario Matasovic 14/5 fráköst, Lisandro Rasio 10/9 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 8, Elías Bjarki Pálsson 6, Ólafur Helgi Jónsson 3, Logi Gunnarsson 3, Bergvin Einir Stefánsson 2.

Fráköst: 32 í vörn, 6 í sókn.

KR: Elbert Clark Matthews 17, Jordan Semple 16/13 fráköst, Aapeli Elmeri Ristonpoika Alanen 12/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 11, Þorvaldur Orri Árnason 8/4 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 7, Lars Erik Bragason 5, Þorsteinn Finnbogason 2.

Fráköst: 27 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Bjarki Þór Davíðsson, Ingi Björn Jónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert