Skoraði 46 í fyrsta sigurleiknum - Jordan með þrefalda tvennu

Arturo Fernandez lék með Hetti í fyrra en hann skoraði …
Arturo Fernandez lék með Hetti í fyrra en hann skoraði 46 stig fyrir Þór á Akureyri í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Óvænt úrslit litu dagsins ljós í 1. deild karla í körfuknattleik á Akureyri í kvöld þegar Þórsarar kræktu í sín fyrstu stig á tímabilinu.

Akureyrarliðið hafði tapað öllum 11 leikjum sínum til þessa og fékk í heimsókn Sindra frá Hornafirði sem er í þriðja sæti deildarinnar. Þórsarar höfðu betur eftir mikið stigaskor, 116:101, þar sem Arturo Fernandez fór á kostum með þeim og skoraði 46 stig.

Í Borgarnesi var Keith Jordan með þrefalda tvennu fyrir Skallagrím sem vann stórsigur á Fjölni, 113:84. Jordan skoraði 42 stig, tók 13 fráköst og átti 10 stoðsendingar.

Hrunamenn eru í efri hluta deildarinnar eftir sigur á Ármenningum í íþróttahúsi Kennaraháskólans, 91:82. 

Álftanes er með 20 stig á toppi deildarinnar, Hamar er með 16, Sindri 16, Selfoss 12, Hrunamenn 12, Ármann 10, ÍA 10, Skallagrímur 10, Fjölnir 8 og Þór Akureyri er nú kominn með 2 stig.

Skallagrímur - Fjölnir 113:84

Borgarnes, 1. deild karla, 09. desember 2022.

Gangur leiksins:: 7:5, 16:10, 23:14, 28:21, 36:24, 43:28, 50:33, 60:36, 67:45, 73:55, 77:60, 84:66, 91:73, 99:77, 104:80, 113:84.

Skallagrímur: Keith Jordan Jr. 42/13 fráköst/10 stoðsendingar, Milorad Sedlarevic 26/6 fráköst, Almar Orn Bjornsson 11/4 fráköst, Kristján Örn Ómarsson 11, David Gudmundsson 9, Bergþór Ægir Ríkharðsson 6/8 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4/4 fráköst/10 stoðsendingar, Alexander Jón Finnsson 2, Bjartur Daði Einarsson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 11 í sókn.

Fjölnir: Hilmir Arnarson 19/5 stoðsendingar, Karl Ísak Birgisson 16/6 fráköst, Lewis Junior Diankulu 15/9 fráköst/5 stoðsendingar, Simon Fransis 14/5 fráköst, Petar Peric 12, Rafn Kristján Kristjánsson 4, Ísak Örn Baldursson 2, Fannar Elí Hafþórsson 2.

Fráköst: 18 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Sigurbaldur Frimannsson, Arnar Þór Þrastarson.

Áhorfendur: 93

Ármann - Hrunamenn 82:91

Kennaraháskólinn, 1. deild karla, 09. desember 2022.

Gangur leiksins:: 6:5, 14:10, 16:21, 19:24, 25:34, 35:43, 41:47, 41:52, 43:54, 53:57, 60:59, 64:66, 74:70, 80:77, 80:89, 82:91.

Ármann: Arnór Hermannsson 20/8 fráköst/9 stoðsendingar, Kristófer Már Gíslason 15/6 fráköst, Illugi Steingrímsson 15, William Thompson 14/9 fráköst, Austin Magnus Bracey 12/4 fráköst, Egill Jón Agnarsson 2, Snjólfur Björnsson 2, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 7 í sókn.

Hrunamenn: Ahmad James Gilbert 23/14 fráköst, Yngvi Freyr Óskarsson 17/6 fráköst, Samuel Anthony Burt 16/11 fráköst, Eyþór Orri Árnason 12/4 fráköst, Þorkell Jónsson 5, Hringur Karlsson 5, Friðrik Heiðar Vignisson 5, Haukur Hreinsson 5, Óðinn Freyr Árnason 3.

Fráköst: 32 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Bergur Daði Ágústsson, Federick Alfred U Capellan.

Áhorfendur: 35

Þór Ak. - Sindri 116:101

Höllin Ak, 1. deild karla, 09. desember 2022.

Gangur leiksins:: 6:6, 6:12, 14:17, 26:26, 34:34, 41:41, 46:43, 54:46, 61:52, 66:61, 77:65, 86:75, 96:80, 100:89, 104:96, 116:101.

Þór Ak.: Arturo Fernandez Rodriguez 46/5 fráköst/5 stoðsendingar, Kolbeinn Fannar Gislason 19/4 fráköst, Toni Cutuk 17/7 fráköst, Baldur Örn Jóhannsson 9/8 fráköst, Smári Jónsson 8, Páll Nóel Hjálmarsson 5, Hákon Hilmir Arnarsson 5, Zak David Harris 5, Hlynur Freyr Einarsson 2/7 fráköst/5 stoðsendingar.

Fráköst: 23 í vörn, 12 í sókn.

Sindri: Oscar AlexanderTeglgard Jorgensen 28/6 stoðsendingar, Rimantas Daunys 25/5 fráköst, Tyler Emmanuel Stewart 18/10 fráköst/5 stoðsendingar, Guillermo Sanchez Daza 11, Ismael Herrero Gonzalez 10/13 stoðsendingar, Árni Birgir Þorvarðarson 9.

Fráköst: 21 í vörn, 3 í sókn.

Dómarar: Agnar Guðjónsson, Hermann Örn Sigurðarson.

Áhorfendur: 45

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert