Kastaði bjórdós í barn

Barnið sem var í hópi stuðningsmanna Vals slapp við alvarleg …
Barnið sem var í hópi stuðningsmanna Vals slapp við alvarleg meiðsli. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stuðningsmaður Hattar kastaði bjórdós í barn sem var í hópi Valsara á leik liðanna í undanúrslitum í bikarkeppni karla í körfubolta í gærkvöldi, að því er kemur fram í umfjöllun Austurfréttar.

Stuðningsmaður Hattar var rekinn úr húsi fyrir óspektir en leitað verður á áhorfendum í úrslitaleikjum helgarinnar vegna bjórkastsins.

Barnið slapp en skelkað

Snorri Örn Arnaldsson mótastjóri KSÍ staðfestir þetta við Austurfrétt og segir að barnið hafi sloppið án álvarlegra meiðsla en hafi verið skelkað.

Ásthildur Jónasdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Hattar, segir framkomu örfárra einstaklinga hafa verið óforsvaranlega og sannarlega ekki það sem félagið hafi viljað.

mbl.is