Hilmar frábær í Haukasigri

Hilmar Smári Henningsson lék frábærlega með Haukum í Þorlákshöfn í …
Hilmar Smári Henningsson lék frábærlega með Haukum í Þorlákshöfn í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar kræktu sér í góð stig á útivelli í kvöld þegar þeir sóttu Þórsara heim til Þorlákshafnar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik og fóru heim með sigur, 97:88.

Haukar náðu þar með Keflavík og Njarðvík að stigum í öðru til fjórða sæti með 18 stig en Þórsarar sitja áfram í fallsæti deildarinnar með aðeins 6 stig.

Leikurinn var í járnum allan tímann. Þór var yfir í hálfleik, 46:41, en staðan var jöfn, 71:71, eftir þriðja leikhluta og Hafnfirðingarnir sigur fram úr á lokakaflanum.

Hilmar Smári Henningsson átti stórleik með Haukum, skoraði 26 stig og átti 7 stoðsendingar, Norbertas Giga fylgdi honum eftir með 24 stig og 8 fráköst og Darwin Davis skoraði 18 stig.

Vincent Shahid skoraði 25 stig fyrir Þór og átti 8 stoðsendingar og þeir Styrmir Snær Þrastarson og Pablo Hernandez skoruðu 17 stig hvor.

Gangur leiksins:: 5:6, 9:13, 19:15, 24:19, 32:25, 36:31, 39:35, 46:41, 50:50, 57:60, 61:64, 71:71, 78:79, 81:86, 83:89, 88:97.

Þór Þ.: Vincent Malik Shahid 25/4 fráköst/8 stoðsendingar, Pablo Hernandez Montenegro 17/6 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 15, Tómas Valur Þrastarson 10/6 fráköst, Jordan Semple 4/7 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.

Haukar: Hilmar Smári Henningsson 26/5 fráköst/7 stoðsendingar, Norbertas Giga 24/8 fráköst, Darwin Davis Jr. 18/4 fráköst/6 stoðsendingar, Orri Gunnarsson 15/7 fráköst, Daniel Mortensen 7/10 fráköst/5 stoðsendingar, Daníel Ágúst Halldórsson 5, Alexander Óðinn Knudsen 2.

Fráköst: 25 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jakob Árni Ísleifsson, Jon Thor Eythorsson.

Áhorfendur: 148

mbl.is