Langþráður sigur KR og Pavel vann í fyrsta leik

Sigurður Gunnar Þorsteinsson úr Tindastóli reynir að stöðva ÍR-inginn Taylor …
Sigurður Gunnar Þorsteinsson úr Tindastóli reynir að stöðva ÍR-inginn Taylor Johns í leiknum í Skógarseli í kvöld. mbl.is/Hákon Pálsson

KR-ingar unnu í kvöld langþráðan sigur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar þeir lögðu Breiðablik að velli á Meistaravöllum, 112:109.

Þetta er fyrsti heimasigur KR-inga á tímabilinu, fyrsti sigurinn í níu leikjum, og þeir eru þá komnir með fjögur stig. Þeir sitja þó áfram á botninum en eru nú tveimur stigum á eftir ÍR og Þór. Breiðablik er áfram í fimmta sætinu með 14 stig.

Leikur KR og Breiðabliks var jafn lengi vel. KR var yfir eftir fyrsta leikhluta, 28:26, og í hálfleik var sami munur, 60:58 fyrir Vesturbæinga. Enn voru þeir naumlega yfir eftir þriðja leikhluta, 90:89, en í þeim fjórða náðu KR-ingar tíu stiga forskoti, 103:93. 

Þorvaldur Orri Árnason skoraði 20 stig fyrir KR, Veigar Áki Hlynsson 19, Antonio Williams 18 og Aapeli Alanen 16.

Jeremy Smith skoraði 29 stig fyrir Breiðablik, Everage Richardson 21 og Julio Calver De Assis 20.

Viðureign ÍR og Tindastóls í Skógarseli var hnífjöfn lengi vel. Tindastóll var yfir eftir fyrsta leikhluta, 22:17, en ÍR var með yfirhöndina í hálfleik, 42:41. Staðan var 65:65 eftir þriðja leikhluta en í þeim fjórða náðu Skagfirðingar góðri rispu í byrjun og skoruðu fyrstu níu stigin.

Eftir það áttu ÍR-ingar ekki möguleika og Pavel Ermolinskij fagnaði sigri í fyrsta leiknum sem þjálfari Tindastóls, lokatölur urðu 96:81.

Pétur Rúnar Birgisson skoraði 20 stig fyrir tindastól, Taiwo Badmus og Antonio Woods 16 hvor.

Luciano Massarelli skoraði 21 stig fyrir ÍR og Ragnar Örn Bragason 14.

Tindastóll er kominn með 14 stig og náði Breiðabliki og Grindavík í fimmta til sjöunda sæti. ÍR er áfram með 6 stig í 10. sætinu.

ÍR - Tindastóll 81:96

Skógarsel, Subway deild karla, 19. janúar 2023.

Gangur leiksins:: 5:2, 8:6, 15:18, 17:22, 20:27, 25:33, 31:37, 42:41, 47:47, 49:53, 61:60, 65:65, 65:68, 67:79, 72:88, 81:96.

ÍR: Luciano Nicolas Massarelli 21, Ragnar Örn Bragason 14, Sigvaldi Eggertsson 12, Martin Paasoja 11/4 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 10, Collin Anthony Pryor 9/11 fráköst, Taylor Maurice Johns 4/5 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 5 í sókn.

Tindastóll: Pétur Rúnar Birgisson 20/7 fráköst/6 stoðsendingar, Antonio Keyshawn Woods 16, Taiwo Hassan Badmus 16/7 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 14/6 fráköst, Adomas Drungilas 13/9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/4 fráköst, Zoran Vrkic 5, Ragnar Ágústsson 5/4 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 247

KR - Breiðablik 112:109

Meistaravellir, Subway deild karla, 19. janúar 2023.

Gangur leiksins:: 4:11, 11:17, 19:24, 28:26, 35:32, 44:38, 53:45, 60:55, 65:64, 76:71, 85:79, 90:89, 95:91, 103:93, 108:103, 112:109.

KR: Þorvaldur Orri Árnason 20/6 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 19/6 fráköst, Antonio Deshon Williams 18, Aapeli Elmeri Ristonpoika Alanen 16/8 fráköst, Justas Tamulis 15/4 fráköst, Lars Erik Bragason 14/11 fráköst, Brian Edward Fitzpatrick 10/6 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 15 í sókn.

Breiðablik: Jeremy Herbert Smith 29/9 fráköst/6 stoðsendingar, Everage Lee Richardson 21/5 fráköst/6 stoðsendingar, Julio Calver De Assis Afonso 20/5 fráköst/4 varin skot, Danero Thomas 12/5 fráköst, Clayton Riggs Ladine 10, Sigurður Pétursson 9/5 fráköst, Sölvi Ólason 5, Árni Elmar Hrafnsson 3/4 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Gunnlaugur Briem, Bergur Daði Ágústsson.

Áhorfendur: 107

mbl.is